Viðskipti erlent

Danskir fjárfestar ekki tapað jafnmiklu síðan dot.com blaðran sprakk

Seðlabanki Danmerkur hefur tekið saman yfirlit yfir þróunina á fjármálamarkaðinum danska í nóvember. Í ljós kemur að danskir fjárfestar hafa ekki tapað jafnmiklum peningum á einum mánuði siðan að "dot.com" blaðran sprakk upp úr síðustu aldamótum.

Fram kemur í yfirliti seðlabankans að tap danskra fjárfesta nemur um 1.100 milljörðum kr. og er það um 21 milljarði kr. meir en mest hefur tapast í einum mánuði áður.

Það eru einkum minni fjárfestar og almenningur sem hefur orðið hvað harðast úti í hinu frjálsa falli hlutabréfamarkaðarins. Stærri fjárfestingarfélög hafa ekki tapað eins miklu. Seðlabankinn segir að hinir fyrrnefndu hafi tapað yfir 8% af sameinaðri hlutafjáreign sinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×