Sport

HM 2018 mögulega á Englandi

Verði Englendingum að ósk sinni verður úrslitaleikurinn á HM 2018 háður á Wembley.
Verði Englendingum að ósk sinni verður úrslitaleikurinn á HM 2018 háður á Wembley.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur breytt reglum sínum varðandi staðarval á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hingað til hefur reglan verðið sú að keppnin færist á milli heimsálfa í fyrirfram ákveðinni röð en FIFA hefur nú lagt þá reglu af. Þetta þýðir að Englendingar geta sóst eftir að halda keppnina 2018 en knattspyrnuyfirvöld þar í landi hafa lýst miklum áhuga á því.

Þó má búast við því að Englendingar fái samkeppni frá löndum á borð við Rússland, Kína, Ástralíu, Bandaríkin og Mexíkó. Kepnnin verður haldin í Suður Afríku árið 2010, hún verður í Suður Ameríku þar á eftir og ef gamla reglan væri enn í gildi ætti keppnin 2018 annaðhvort að fara fram í Norður- eða Mið Ameríku eða Karíbahafinu.

Forseta FIFA, Sepp Blatter, leist hins vegar illa á þróunina þegar aðeins eitt ríki, Brasilía, sóttist eftir 2014 keppninni og því sagði hann í síðustu viku að tími væri kominn á breytingar. Englendingar hafa aðeins einu sinni haldið keppnina, árið 1966 þegar þeir báru sigurorð af Vestur Þjóðverjum í úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×