Lífið

Sálin hans Márusar til sölu á Ebay á sex þúsund kall

Andri Ólafsson skrifar
Márus Brynjar Bjarnason vill fá 100 dollara fyrir sál sína. Það eru rúmar sex þúsund krónur.
Márus Brynjar Bjarnason vill fá 100 dollara fyrir sál sína. Það eru rúmar sex þúsund krónur.

Sál Márusar Brynjars Bjarnasonar, 21 árs Grafarvogsbúa og starfsmanns Póstsins, er nú til sölu á Ebay. Það er Márus sjálfur sem er seljandinn.

Að sögn Márusar er sálin lítið notuð og tiltölulega flekklaus. Hann segist vera að safna fyrir skólagjöldum og vilji því selja þá hluti í sinni eigu sem hann ekki noti.

"Ég heyrði af því að ung kona hefði fengið 100 dollara fyrir sína sál um daginn," segir Márus og segist sætta sig við svipað verð fyrir eigin sál.

Aðspurður hvort hann óttist ekki afleiðingarnar af því að sál sín komist í hendur óprúttinna aðila svarar Márus: "Nei. Ég er ekki mjög trúaður. Ég held að það sé ekkert að óttast."

Enn hafa ekki borist nein kauptilboð í sálina hans Márusar. Það skal þó tekið fram að hún hefur aðeins verið til sölu síðan í gærkvöld.

Hægt er að bjóða í sál Márusar hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.