Handbolti

Guðjón Valur frá í fjórar vikur vegna hnémeiðsla

Guðjón Valur verður frá í fjórar vikur.
Guðjón Valur verður frá í fjórar vikur.

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Guðjón Valur Sigurðsson verður frá í allt að fjórar vikur vegna hnémeiðsla. Þýski vefmiðilinn Handball Wolrd greindi frá þessu í morgun en þar kemur fram að Guðjón þurfi að fara í speglun á hné. Alfreð Gíslason þjálfari Gummersbach segir við vefmiðilinn að þetta sé enn eitt reiðarslagið fyrir liðið en Róbert Gunnarsson er einnig meiddur og verður frá í einhverjar vikur.

Keppni í þýska handboltanum hefst eftir tvær vikur og verður áfram sýnt frá henni á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×