Viðskipti erlent

Útgáfa 24timer heldur áfram hvað sem tautar og raular

Þrátt fyrir gríðarlegt tap mun útgáfu fríblaðsins 24timer verða haldið áfram hvað sem tautar og raular. Þetta segir Lars Munch aðalforstjóri JP/Politikens Hus í samtali við business.dk. 24timer er einn af aðalkeppinautum hins íslenskættaða Nyhedsavisen á fríblaðamarkaðinum í Danmörku.

 

Lars Munch segir að tapið á 24timer hafi minnkað töluvert að undanförnu og raunar sér hann fram á að hagnaður verði af rekstrinum árið 2010. Hingað til hefur tapið á blaðinu numið um einni milljón dkr. á dag eða rúmlega 11 milljónum kr.

 

Sökum þessa taps verður JP/Politiken útgáfan rekin með tapi í heild sinni á þessu ári. Við þessu hefur stjórn útgáfunnar brugðist með uppsögnum og niðurskurði í rekstrinum. Reiknað er með hagnaði á útgáfunni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×