Algengir erfðaþættir gáttarifs uppgötvaðir 1. júlí 2007 18:08 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature. „Gáttatif er algengasta orsök hjartsláttaróreglu og er einnig algeng orsök heilablóðfalls vegna blóðreks frá hjarta (e. Cardiogenic stroke). Erfðaþættirnir eru tveir og eru staðsettir nálægt erfðavísi á litningi 4 sem vitað er að gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun hjartans. Annar breytileikanna eykur áhættu á gáttatifi um 70% fyrir hvert eintak og hinn eykur áhættuna um 40% fyrir hvert eintak miðað við meðaláhættu. Um það bil þriðjungur fólks af evrópskum uppruna hafa a.m.k. eitt eintak af öðrum hvorum áhættuþættinum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að þeir sem bera í sér tvö eintök af þeim breytileika sem meiri áhrif hefur, eru 250% líklegri til að fá gáttatif miðað við þá sem hafa hvorugan breytileikann. Erfðabreytleikarnir fundust þegar meira en 300.000 breytileikar í erfðamenginu voru skoðaðir í meira en 550 sjúklingum með gáttatif og/eða gáttaflökt. Niðurstöðurnar voru staðfestar með frekari rannsóknum á yfir 3.000 sjúklingum frá Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Áhrifameiri breytileikinn fannst einnig í einstaklingum frá Hong Kong. Aukin áhætta þeirra var aðeins minni en annarra en á móti kom að 75% einstaklinga reyndust bera að minnsta kosti eitt eintak. Breytileikinn skiptir því máli í 35% gáttatifstilfella í einstaklingum frá Hong Kong á meðan samsvarandi prósenta í hinum hópunum sem skoðaðir voru er 20%. Vegna þess hve gáttatif er algengur undanfari heilablóðfalls telur ÍE að greiningarpróf sem byggir á uppgötvuninni muni hafa notagildi fyrir lækna til þess að greina þá einstaklinga sem vera ættu undir meira eftirliti en aðrir. Slíkt greiningarpróf er sett á markað í dag," segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Tækni Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature. „Gáttatif er algengasta orsök hjartsláttaróreglu og er einnig algeng orsök heilablóðfalls vegna blóðreks frá hjarta (e. Cardiogenic stroke). Erfðaþættirnir eru tveir og eru staðsettir nálægt erfðavísi á litningi 4 sem vitað er að gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun hjartans. Annar breytileikanna eykur áhættu á gáttatifi um 70% fyrir hvert eintak og hinn eykur áhættuna um 40% fyrir hvert eintak miðað við meðaláhættu. Um það bil þriðjungur fólks af evrópskum uppruna hafa a.m.k. eitt eintak af öðrum hvorum áhættuþættinum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að þeir sem bera í sér tvö eintök af þeim breytileika sem meiri áhrif hefur, eru 250% líklegri til að fá gáttatif miðað við þá sem hafa hvorugan breytileikann. Erfðabreytleikarnir fundust þegar meira en 300.000 breytileikar í erfðamenginu voru skoðaðir í meira en 550 sjúklingum með gáttatif og/eða gáttaflökt. Niðurstöðurnar voru staðfestar með frekari rannsóknum á yfir 3.000 sjúklingum frá Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Áhrifameiri breytileikinn fannst einnig í einstaklingum frá Hong Kong. Aukin áhætta þeirra var aðeins minni en annarra en á móti kom að 75% einstaklinga reyndust bera að minnsta kosti eitt eintak. Breytileikinn skiptir því máli í 35% gáttatifstilfella í einstaklingum frá Hong Kong á meðan samsvarandi prósenta í hinum hópunum sem skoðaðir voru er 20%. Vegna þess hve gáttatif er algengur undanfari heilablóðfalls telur ÍE að greiningarpróf sem byggir á uppgötvuninni muni hafa notagildi fyrir lækna til þess að greina þá einstaklinga sem vera ættu undir meira eftirliti en aðrir. Slíkt greiningarpróf er sett á markað í dag," segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.
Tækni Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira