Lífið

Með Sigur Rós í London

Hljómsveitin Amiina spilar með Sigur Rós í London 24. október.
Hljómsveitin Amiina spilar með Sigur Rós í London 24. október.
Hljómsveitin Amiina tekur sér pásu frá tónleikaferð sinni um Evrópu til að spila með Sigur Rós á órafmögnuðum tónleikum í London á morgun, miðvikudaginn 24. október.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af sýningu heimildarmyndar Sigur Rósar, Heima, á kvikmyndahátíðinni Electric Proms. Hingað til hefur Sigur Rós spilað þrjú lög fyrir sýningu myndarinnar en með komu Amiinu verða lögin fleiri en venjulega.

Amiina verður á tónleikaferð um Evrópu næstu tvær vikurnar til að kynna sína nýjustu plötu Kurr sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Á meðal landa sem sveitin heimsækir eru Þýskaland, Danmörk, Bretland, Írland og Ísland, en sveitin spilaði á Airwaves-hátíðinni á laugardag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.