Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni 3. september 2007 12:36 LeBron James treður hér með tilþrifum í úrslitaleiknum í gær, en hann nýtti 76% skota sinna á Ameríkuleiknum NordicPhotos/GettyImages Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Lið Argentínu var án fjögurra af sínum bestu mönnum í keppninni og þar á meðal hinum magnaða Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið náði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum með því að ná í úrslitaleikinn í Ameríkukeppninni. Mótið fór fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og skoruðu heimamenn að meðaltali tæp 117 stig í leik og var aldrei ógnað í 10 leikjum sínum á 12 dögum. Argentínumennirnir sáu þó aldrei til sólar í úrslitaleiknum sem var eign Bandaríkjamanna frá fyrstu mínútu. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Bandaríkjamenn í leiknum og er það hæsta stigaskor í sögu liðsins í leik í undankeppni. Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic skoraði 20 stig fyrir heimamenn og hitti öllum sjö skotum sínum. Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets skoraði 16 stig. "Við erum orðnir hundleiðir á bronsverðlaunum," sagði Carmelo Anthony, sem líkt og LeBron James hafði aldrei unnið til gullverðlauna á stórmóti með landsliðinu. "Ég er orðlaus núna - þetta eru fyrstu gullverðlaunin mín." LeBron James var líka sáttur við sigurinn. "Ég sá það hérna að mennirnir í þessu liði gátu sett egóið sitt og einstaklingsafrek sín á hilluna og spilað sem lið. Allir vorum við með sameiginlegt takmark og það var að vinna gull," sagði James - sem var með ótrúlega tölfræði á mótinu. Hann var með 76% skotnýtingu utan af velli og nýtti 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum á mótinu, sem er met. "Það er frábært að fylgjast með þessu bandaríska liði spila og ég held að það sé eitt það besta sem þeir hafa teflt fram til þessa. Upprunalega draumaliðið með Jordan, Magic og Bird var auðvitað stórkostlegt, en þessir spila gríðarlega vel saman og spila sterka vörn. Það er frábært að spila á móti þeim," sagði Sergio Hernandez, landsliðsþjálfari Argentínu. Argentínumenn voru án NBA leikmannanna Manu Ginobili, Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Walter Herrmann á mótinu, en náðu samt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Púertó Ríkó lagði svo Brasilíu 111-107 í leiknum um þriðja sætið á mótinu í gærkvöld. Körfubolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Lið Argentínu var án fjögurra af sínum bestu mönnum í keppninni og þar á meðal hinum magnaða Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið náði að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum með því að ná í úrslitaleikinn í Ameríkukeppninni. Mótið fór fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og skoruðu heimamenn að meðaltali tæp 117 stig í leik og var aldrei ógnað í 10 leikjum sínum á 12 dögum. Argentínumennirnir sáu þó aldrei til sólar í úrslitaleiknum sem var eign Bandaríkjamanna frá fyrstu mínútu. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Bandaríkjamenn í leiknum og er það hæsta stigaskor í sögu liðsins í leik í undankeppni. Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic skoraði 20 stig fyrir heimamenn og hitti öllum sjö skotum sínum. Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets skoraði 16 stig. "Við erum orðnir hundleiðir á bronsverðlaunum," sagði Carmelo Anthony, sem líkt og LeBron James hafði aldrei unnið til gullverðlauna á stórmóti með landsliðinu. "Ég er orðlaus núna - þetta eru fyrstu gullverðlaunin mín." LeBron James var líka sáttur við sigurinn. "Ég sá það hérna að mennirnir í þessu liði gátu sett egóið sitt og einstaklingsafrek sín á hilluna og spilað sem lið. Allir vorum við með sameiginlegt takmark og það var að vinna gull," sagði James - sem var með ótrúlega tölfræði á mótinu. Hann var með 76% skotnýtingu utan af velli og nýtti 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum á mótinu, sem er met. "Það er frábært að fylgjast með þessu bandaríska liði spila og ég held að það sé eitt það besta sem þeir hafa teflt fram til þessa. Upprunalega draumaliðið með Jordan, Magic og Bird var auðvitað stórkostlegt, en þessir spila gríðarlega vel saman og spila sterka vörn. Það er frábært að spila á móti þeim," sagði Sergio Hernandez, landsliðsþjálfari Argentínu. Argentínumenn voru án NBA leikmannanna Manu Ginobili, Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Walter Herrmann á mótinu, en náðu samt að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Púertó Ríkó lagði svo Brasilíu 111-107 í leiknum um þriðja sætið á mótinu í gærkvöld.
Körfubolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira