Framtíð Kolaportsins 8. september 2007 00:01 Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun