Peningaskápurinn ... 7. september 2007 00:01 Var Glitnir yfirtökuskyldur?Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar. Verður þó ekki betur séð en að Glitnir, sem keypti tæp fjörutíu prósent, hafi gerst yfirtökuskyldur í TM um stutta stund þar sem bankinn átti bréf í félaginu fyrir. Brá bankinn á það ráð að selja hluta bréfa sinna. Framhaldið er forvitnilegt. Tekur FL Group TM yfir eða verður félagið áfram skráð á markaði undir forystu FL og tengdra fjárfesta? Fyrri kosturinn er ekki ólíklegur, enda hafa Exista og Milestone haft tryggingastarfsemi undir sínum hatti með góðum árangri. Þó er það talið hætta á að lánshæfismat TM lækki ef félagið fellur inn í FL. Að þekkja sín takmörkÍslandspóstur kynnti á dögunum framtíðaráætlanir sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Pósturinn hyggst nefnilega færa út kvíarnar og hefja sölu á skrifstofuvarningi, pappír, geisladiskum, kortum og öðrum svipuðum vörum, að því er segir í tilkynningu. Heimdallur sendi í gær frá sér harðorð mótmæli þar sem bent var á að Íslandspóstur væri með þessu kominn langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Sumir hallast að því að ríkisrekstur eigi að vera síðasta úrræðið, þegar markaðurinn getur ekki veitt þjónustu sem ríkisvaldið telur þörf á. Greinilegt er að forsvarsmenn Íslandspósts telja ríkið hafa veigameira hlutverki að gegna; nema þeir hreinlega viti ekki að hér á landi hefur svo lengi sem menn muna verið ágætt úrval skrifstofuvarnings, pappírs, geisladiska, korta og annars varnings í svipuðum dúr. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Var Glitnir yfirtökuskyldur?Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar. Verður þó ekki betur séð en að Glitnir, sem keypti tæp fjörutíu prósent, hafi gerst yfirtökuskyldur í TM um stutta stund þar sem bankinn átti bréf í félaginu fyrir. Brá bankinn á það ráð að selja hluta bréfa sinna. Framhaldið er forvitnilegt. Tekur FL Group TM yfir eða verður félagið áfram skráð á markaði undir forystu FL og tengdra fjárfesta? Fyrri kosturinn er ekki ólíklegur, enda hafa Exista og Milestone haft tryggingastarfsemi undir sínum hatti með góðum árangri. Þó er það talið hætta á að lánshæfismat TM lækki ef félagið fellur inn í FL. Að þekkja sín takmörkÍslandspóstur kynnti á dögunum framtíðaráætlanir sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Pósturinn hyggst nefnilega færa út kvíarnar og hefja sölu á skrifstofuvarningi, pappír, geisladiskum, kortum og öðrum svipuðum vörum, að því er segir í tilkynningu. Heimdallur sendi í gær frá sér harðorð mótmæli þar sem bent var á að Íslandspóstur væri með þessu kominn langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk. Sumir hallast að því að ríkisrekstur eigi að vera síðasta úrræðið, þegar markaðurinn getur ekki veitt þjónustu sem ríkisvaldið telur þörf á. Greinilegt er að forsvarsmenn Íslandspósts telja ríkið hafa veigameira hlutverki að gegna; nema þeir hreinlega viti ekki að hér á landi hefur svo lengi sem menn muna verið ágætt úrval skrifstofuvarnings, pappírs, geisladiska, korta og annars varnings í svipuðum dúr.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira