Kapítalskt nirvana 8. ágúst 2007 00:01 The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar. Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali. Ágóðinn er ríflega þriðjungi meiri en í London, sem er sú borg sem næst kemur. Fram kemur að þessi mikli hagnaður skýrist að stærstum hluta af lágum launakostnaði; sá vandi sé útbreiddur í Rússlandi þar sem auðkýfingar séu á hverju strái, meðan meðallaun í landinu rétt slaga í þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Þannig fara um tuttugu prósent tekna hótela í Rússlandi til launagreiðslna meðan hlutfallið er hátt í fjörutíu prósent í Lundúnum. Góður tími til að herða sultarólina The Economist Titringurinn á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum að undanförnu eru góðar fréttir, þrátt fyrir að bankamenn og fjárfestar séu margir hverjir súrir. Þetta er mat leiðarahöfundar The Economist sem segir að skellurinn hafi að minnsta kosti komið vitinu fyrir þessa hópa. Allt of mikið fjármagn hafi verið í boði á undanförnum árum, allt of ódýrt, allt of auðveldlega, fyrir allt of stóra hópa fólks. Gilti einu hvort um væri að ræða spákaupmenn að krækja sér í fljótan gróða á húsnæðismarkaðnum á Miami eða risa fjárfestingasjóði að fjármagna sínar nýjustu yfirtökur. Hringing vekjaraklukkunnar hafi komið of seint fyrir bandaríska húsnæðismarkaðinn. Hún sé þó nógu snemma á ferð til að hemja yfirtökuæðið á þeim tíma sem efnahagur heimsins er nógu sterkur til að takast á við aðstæðurnar.
Héðan og þaðan Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira