Nýir straumar í hugbúnaðarþróun 22. ágúst 2007 00:01 Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts MYND/Hörður Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum." Tækni Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum."
Tækni Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira