Kársnes skipulagt í sátt við íbúa 10. ágúst 2007 05:30 Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar