Innlent

Engir stóriðjusinnar sjálfir

Samtökin stöðvuðu umferð á Snorrabraut á dögunum. Undirskriftasöfnun er hafin gegn aðgerðum sem þessum.
Samtökin stöðvuðu umferð á Snorrabraut á dögunum. Undirskriftasöfnun er hafin gegn aðgerðum sem þessum.

 



Þrír ungir menn, Bjarki Vigfússon, Brynjar Guðnason og Hjalti Björn Valþórsson, standa á bak við söfnunina. „Okkur ofbjóða þessar aðgerðir einfaldlega, þar sem lög eru virt að vettugi vegna einhvers æðri málstaðar,“ segir Brynjar.



Í áskoruninni kemur fram að það að vekja athygli á málstað sínum sé grundvallarréttur allra. Að gera það með ólöglegum hætti, svo sem með skerðingu ferðafrelsis hins almenna borgara, með eignaspjöllum á byggingum í einkaeigu og umferðartöfum, sé hins vegar ólíðandi. Framkoma sem slík sé dæmd til þess að koma niður á málstaðnum en ekki vinna honum brautargengi.



Á heimasíðunni, depilhogg.com, eru allir hvattir til að setja nafn sitt á listann - einu gildi um pólitískar skoðanir þess. „Málstaðurinn skiptir engu í þessu samhengi, aðgerðirnar eru óeðlilegar sama hver málstaðurinn er. Á meðal okkar þriggja eru skiptar skoðanir á þessu en við erum engir stóriðjusinnar sjálfir,“ segir Brynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×