Viðskipti erlent

Óbreytt verðbólga í Evrulandi

Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna hélst óbreytt frá fyrri mánuði.
Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna hélst óbreytt frá fyrri mánuði.

Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil hélst óbreytt frá fyrri mánuði í júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu. Verðbólgan mælist 1,9 prósent og er því rétt undir markmiði Seðlabanka Evrópu um tveggja prósenta verðbólgu.



Þrátt fyrir að verðbólga á evrusvæðinu hafi ekki hækkað milli mánaða telja sérfræðingar líklegt að Seðlabanki Evrópu muni hækka stýrivexti við næsta vaxtaákvörðunardag, úr fjórum prósentum í 4,5 prósent. Líklega muni bankinn leitast við að koma stýrivöxtum á svipað ról og Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem þeir eru 5,75 og 5,25 prósent, til að sporna gegn of hröðum verðhækkunum og þenslu launa á evrusvæðinu.



Tólf mánaða verðbólga á EES-svæðinu mælist nú 2,1 prósent og hélst hún einnig óbreytt milli mánaða. Verðbólga hér á landi mælist hins vegar þrjú prósent í júní og lækkar um eitt prósentustig milli mánaða. Ástæðan fyrir því að verðbólgan mælist minni samkvæmt mælingum Hagstofu Evrópu en Hagstofu Íslands er að í evrópsku mælingunum er ekki tekið tillit til húsnæðisverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×