Brostu bara breiðar 23. ágúst 2007 02:00 Kristín þarf lítið fyrir ábætisréttum að hafa á þessum árstíma því berin eru best beint af trénu. MYND/Sólveig Kristín Ólafsdóttir leikskólakennari á Selfossi þarf ekki langt að fara til að gæða sér á gómsætum og safaríkum kirsuberjum. Í gróðurhúsinu hennar svigna greinar trés undan slíkum gersemum. „Berin eru aðallega borðuð beint af trénu og ég gef gjarnan vinum og ættingjum kost á því, hleypi þeim einfaldega á beit," segir Kristín hlæjandi þegar hún er spurð hvernig hún nýti kirsuberin sem vaxa í kringum hana. Hún er með eitt tré þakið berjum í óupphituðum skála og annað úti í garði sem reyndar er ekki jafnfrjótt og hitt og uppskera þess er mun seinna á ferðinni. „Það fer eftir haustinu hvort berin úti ná að þroskast til fulls," segir Kristín. En hvenær hóf hún þessa ræktun? „Við fengum tréð í gróðurhúsið 1997 og það fór fljótlega að bera ávöxt. Uppskeran slær þó öll met þetta árið enda sumarið með eindæmum gott. Við höfum auðvitað þurft að vökva. Í fyrra var hins vegar mjög lítil uppskera enda var þá kalt vor." Kristín segir ótrúlega lítið fyrir hinu gjöfula tré haft en eiginmaðurinn klippi það þó aðeins til. „Við völdum tegund sem verður ekki mjög hávaxin því húsrúmið er takmarkað. Trénu líður greinilega mjög vel og það gefur alveg sérlega bragðgóð og safarík kirsuber. Einu sinni prófuðum við að kaupa kirsuberjavín í ríkinu, settum í krukku og kirsuberin ofan í. Létum það bíða í ísskáp og borðuðum berin á jólunum með mikilli áfergju. Þannig er hægt að geyma þau. Við höfum samt ekki gert það nema þetta eina skipti. Kristín hlær dátt þegar hún er spurð hvort þau hjón hafi fundið eitthvað á sér og svarið er: „Nei, ekkert að ráði. Ætli við höfum ekki bara brosað aðeins breiðar en venjulega." Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið
Kristín Ólafsdóttir leikskólakennari á Selfossi þarf ekki langt að fara til að gæða sér á gómsætum og safaríkum kirsuberjum. Í gróðurhúsinu hennar svigna greinar trés undan slíkum gersemum. „Berin eru aðallega borðuð beint af trénu og ég gef gjarnan vinum og ættingjum kost á því, hleypi þeim einfaldega á beit," segir Kristín hlæjandi þegar hún er spurð hvernig hún nýti kirsuberin sem vaxa í kringum hana. Hún er með eitt tré þakið berjum í óupphituðum skála og annað úti í garði sem reyndar er ekki jafnfrjótt og hitt og uppskera þess er mun seinna á ferðinni. „Það fer eftir haustinu hvort berin úti ná að þroskast til fulls," segir Kristín. En hvenær hóf hún þessa ræktun? „Við fengum tréð í gróðurhúsið 1997 og það fór fljótlega að bera ávöxt. Uppskeran slær þó öll met þetta árið enda sumarið með eindæmum gott. Við höfum auðvitað þurft að vökva. Í fyrra var hins vegar mjög lítil uppskera enda var þá kalt vor." Kristín segir ótrúlega lítið fyrir hinu gjöfula tré haft en eiginmaðurinn klippi það þó aðeins til. „Við völdum tegund sem verður ekki mjög hávaxin því húsrúmið er takmarkað. Trénu líður greinilega mjög vel og það gefur alveg sérlega bragðgóð og safarík kirsuber. Einu sinni prófuðum við að kaupa kirsuberjavín í ríkinu, settum í krukku og kirsuberin ofan í. Létum það bíða í ísskáp og borðuðum berin á jólunum með mikilli áfergju. Þannig er hægt að geyma þau. Við höfum samt ekki gert það nema þetta eina skipti. Kristín hlær dátt þegar hún er spurð hvort þau hjón hafi fundið eitthvað á sér og svarið er: „Nei, ekkert að ráði. Ætli við höfum ekki bara brosað aðeins breiðar en venjulega."
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið