Viðskipti erlent

Ryanair í mál við Evrópusambandið

Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, er sagður reiður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hefur ekki farið að óskum flugfélagsins og rannsakað ríkisstyrki til flugfélaga.
Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, er sagður reiður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hefur ekki farið að óskum flugfélagsins og rannsakað ríkisstyrki til flugfélaga. Markaðurinn/AFP

Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair íhugar þessa dagana að fara í mál gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Ryanair telur að sambandið hafi horft framhjá ríkisstyrkjum fyrir hin ýmsu flugfélög.



Ryanair, sem hefur ítrekað lagt fram ósk um að ríkisstyrkir til flugfélaga verði rannsakaðir, bendir á að fjöldi flugfélaga njóti ríkisstyrkja í Evrópu. Þar á meðal eru ítalska flugfélagið Alitalia, þýska flugfélagið Lufthansa og franska félagið Air France. Styrkirnir nema hundruðum milljónum punda, að mati Ryanair sem bendir á að á meðal ríkisstyrkjunum sé heimild flugfélaga til að nýta flugvelli í Frakklandi án þar tilbærra gjalda.



Skemmst er frá því að segja að stjórn Ryanair og ESB eiga ekki skap saman um þessar mundir en framkvæmdastjórn ESB úrskurðaði í síðasta mánuði að Ryanair væri óheimilt að kaupa írska flugfélagið Aer Lingus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×