Viðskipti erlent

Barist um Barney‘s

Tveir bjóðendur vilja kaupa bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s í New York. Verðið er tvöfalt hærra en núverandi eigandi greiddi fyrir þremur árum.
Tveir bjóðendur vilja kaupa bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s í New York. Verðið er tvöfalt hærra en núverandi eigandi greiddi fyrir þremur árum. Markaðurinn/AP

Japanska fatakeðjan Fast Retailing Co. lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s. Tilboðið, sem hljóðar upp á 900 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 55 milljarða íslenskra króna, er annað tilboðið á um hálfum mánuði sem berst í verslunina. Móðurfélag Barney‘s, eignarhaldsfélagið Jones Apparel, hafði þegar samþykkt óformleg tilboð frá fjárfestingasjóðnum Istithmar, sem er í eigu konungsfjölskyldunnar í Dubaí, upp á 825 milljónir dala, jafnvirði rétt rúma 50 milljarða króna.



Taki Jones Apparel tilboði Japananna fyrir 22. júlí næstkomandi verður félagið að greiða Istithmar 20,6 milljónir dala, samkvæmt samningi þar að lútandi. Greiðslan hækkar svo eftir því sem lengra líður á árið.

Stjórnendur eignarhaldsfélagsins þykja vera heldur heppnir með verðið sem bjóðendur eru tilbúnir til að greiða fyrir verslunina því félagið keypti hana á um 400 milljónir dala fyrir rétt um þremur árum. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×