Viðskipti erlent

Metvelta á OMX

Kauphöllin
Kauphöllin

Dagleg hlutabréfaviðskipti í OMX-kauphallarsamstæðunni námu 454,5 milljörðum íslenskra króna að meðaltali fyrstu sex mánuði ársins. Um er að ræða rúmlega níu prósenta aukningu sé miðað við veltu síðustu tólf mánaða. Að meðaltali fóru fram 186,094 viðskipti á degi hverjum.

Fimmtíu og fjögur félög hafa skráð bréf sín á OMX-markaðina það sem af er ári, en á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar fjörutíu og þrjár talsins.

OMX er sameiginlegur hlutabréfamarkaður fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Á vordögum var tilkynnt að OMX og bandaríski kauphallarrisinn NASDAQ myndu renna saman í eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×