Tilboð í Sainsbury fyrir vikulok 2. apríl 2007 07:00 Ein af verslunum bresku matvörukeðjunnar Sainsbury. Mynd/AFP Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. Gangi þetta eftir mun CVC greiða á bilinu 570 til 580 pens fyrir hvern hlut í Sainsbury, sem er þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands. Breska blaðið Financial Mail sagði miklar líkur á að fjárfestahópurinn sættist á að greiða einn milljarð punda, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóð verslanakeðjunnar. Fjölmargir fjárfestar, þar á meðal Baugur og breska verslanakeðjan Asda, önnur stærsta verslanakeðja Bretlands, hafa verið orðuð við kaup og hugsanlega yfirtöku á Sainsbury. Svo hefur ekki reynst vera en Baugur festi sér lítinn hlut í keðjunni í gegnum breska fjárfestingafélagið Unity Investments til skamms tíma í kjölfar orðróms um yfirvofandi yfirtöku á Sainsbury. Breska yfirtökunefndin krafðist þess í síðasta mánuði að fjárfestar tækju ákvörðun um næstu skref varðandi Sainsbury fljótlega eða hættu yfirtökuáformum sínum ella. Nefndin setti fjárfestum lokafrest til að leggja fram tilboð í Sainsbury og gildir það til 13. apríl næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestahópurinn CVC mun leggja fram að minnsta kosti 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í bresku verslanakeðjuna Sainbury fyrir lok þessarar viku. Þetta staðhæfðu breskir fjölmiðlar um helgina. Gangi þetta eftir mun CVC greiða á bilinu 570 til 580 pens fyrir hvern hlut í Sainsbury, sem er þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands. Breska blaðið Financial Mail sagði miklar líkur á að fjárfestahópurinn sættist á að greiða einn milljarð punda, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna, í lífeyrissjóð verslanakeðjunnar. Fjölmargir fjárfestar, þar á meðal Baugur og breska verslanakeðjan Asda, önnur stærsta verslanakeðja Bretlands, hafa verið orðuð við kaup og hugsanlega yfirtöku á Sainsbury. Svo hefur ekki reynst vera en Baugur festi sér lítinn hlut í keðjunni í gegnum breska fjárfestingafélagið Unity Investments til skamms tíma í kjölfar orðróms um yfirvofandi yfirtöku á Sainsbury. Breska yfirtökunefndin krafðist þess í síðasta mánuði að fjárfestar tækju ákvörðun um næstu skref varðandi Sainsbury fljótlega eða hættu yfirtökuáformum sínum ella. Nefndin setti fjárfestum lokafrest til að leggja fram tilboð í Sainsbury og gildir það til 13. apríl næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira