Innlent

Vefur Icelandair valinn besti íslenski vefurinn

Íslensku vefverðlaunin voru afhent í Iðnó síðdegis í dag. Vefur Icelandair, www.icelandair.is var valinn besti íslenski vefurinn en jafnframt voru valdir bestu vefirnir í fimm flokkum. Úrslit voru sem hér segir:

Besti Íslenski vefurinn: www.icelandair.is

Besta útlits- og viðmótshönnunin: www.midi.is

Besti afþreyingarvefurinn: www.baggalutur.is

Besti einstaklingsvefurinn: www.icomefromreykjavik.com

Besti stofnunar- eða fyrirtækisvefurinn: www.icelandair.is

Besti þjónustuvefurinn: www.midi.is

Íslensku vefverðlaunin eru árlega veitt vefum sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði. Tekið var á móti tilnefningum fyrirtækja og einstaklinga á vefnum og dómnefnd skipuð fagfólki úr íslenskum vefiðnaði mat tilnefningarnar og valdi úr þá vefi sem hún taldi besta. Verðlaunin eru haldin í samstarfi Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) og ÍMARK. Þetta er í sjötta skiptið sem verðlaunin voru veitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×