Rafhlöður úr fartölvum innkallaðar á ný 8. mars 2007 06:00 Kínverski fartölvuframleiðandinn Lenovo hefur innkallað rúmlega 200.000 rafhlöður í fartölvum fyrirtækisins. MYND/AFP Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo ákvað á fimmtudag í síðustu viku að innkalla rétt rúmlega 200.000 rafhlöður sem fylgja Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Að sögn Lenovo hafa fimm tilkynningar borist um að rafhlöðurnar ofhitni. Hætta er á að kviknað geti í fartölvum af þessum sökum en einn eigandi Thinkpad-fartölvu er sagður hafa fundið til sviða í augum vegna reyks og gneistaflugs frá fartölvu hans þegar kviknaði í henni.Að sögn forsvarsmanna Sanyo getur gallinn ekki komið upp í rafhlöðunum nema þegar þeim er skellt af afli í gólfið.Fréttir af innköllun á rafhlöðum í fartölvum komust í hámæli seint á síðasta ári en þá sá japanska tæknifyrirtækið Sony sér ekki annað fært en að innkalla rúmlega níu milljónir rafhlaða vegna galla í fartölvurafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi. Gallinn var af svipuðum toga og nú en rafhlöðurnar fylgdu fartölvum frá risafyrirtækjum á borð við Dell, Toshiba og Sony. Meira að segja Lenovo slapp ekki við skrekkinn og varð að innkalla um hálfa milljón fartölva vegna þessa. Sony varð fyrir talsverðum skakkaföllum og varð meðal annars að skera niður afkomutölur sínar vegna gríðarlegs kostnaðar við innköllunina.Japanski raftækjaframleiðandinn Sanyo, sem er þriðji stærsti rafhlöðuframleiðandi í heimi, framleiddi rafhlöðurnar í samstarfi við Lenovo. Fyrirtækin ákváðu því um helgina að skipta kostnaðinum við innköllunina á milli sín. Ekkert liggur hins vegar enn fyrir um kostnað og áhrif innköllunarinnar. Fjölmiðlar eru þó á einu máli um að Lenovo verði fyrir óverulegum skaða.Öðru máli gegnir um Sanyo en greinendur segja þetta enn eina hörmungarfréttina fyrir fyrirtækið. Síðastliðin ár hafa verið erfið fyrir Sanyo sem hefur kostað miklu til vegna endurskipulagningar í rekstri vegna samdráttar. Sanyo greindi frá afleitri afkomu á fjórða ársfjórðungi fyrir skömmu og er gert ráð fyrir að tæknifyrirtækið komi lítið skár undan fyrstu mánuðum þessa árs enda er gert ráð fyrir taprekstri þriðja árið í röð. En þar með er ekki öll sagan sögð í sambandi við Sanyo því fyrirtækið er undir smásjá fjármálayfirvalda í Japan vegna gruns um að átt hafi verið við bókhald fyrirtækisins með það fyrir augum að láta afkomuna sýnast betri en raunin var.Gengi bréfa í báðum fyrirtækjunum lækkaði nokkuð á markaði vegna innköllunarinnar, ekki síst í Sanyo sem fór niður um 2,7 prósent. Fyrirtækið má vart við meiru því gengi bréfa í japanska tæknifyrirtækinu hrapaði niður um heilt 21 prósent vegna rannsóknar á bókhaldi þess fyrir hálfum mánuði. Segja greinendur fyrirtækið því einkar viðkvæmt um þessar mundir. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo ákvað á fimmtudag í síðustu viku að innkalla rétt rúmlega 200.000 rafhlöður sem fylgja Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Að sögn Lenovo hafa fimm tilkynningar borist um að rafhlöðurnar ofhitni. Hætta er á að kviknað geti í fartölvum af þessum sökum en einn eigandi Thinkpad-fartölvu er sagður hafa fundið til sviða í augum vegna reyks og gneistaflugs frá fartölvu hans þegar kviknaði í henni.Að sögn forsvarsmanna Sanyo getur gallinn ekki komið upp í rafhlöðunum nema þegar þeim er skellt af afli í gólfið.Fréttir af innköllun á rafhlöðum í fartölvum komust í hámæli seint á síðasta ári en þá sá japanska tæknifyrirtækið Sony sér ekki annað fært en að innkalla rúmlega níu milljónir rafhlaða vegna galla í fartölvurafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi. Gallinn var af svipuðum toga og nú en rafhlöðurnar fylgdu fartölvum frá risafyrirtækjum á borð við Dell, Toshiba og Sony. Meira að segja Lenovo slapp ekki við skrekkinn og varð að innkalla um hálfa milljón fartölva vegna þessa. Sony varð fyrir talsverðum skakkaföllum og varð meðal annars að skera niður afkomutölur sínar vegna gríðarlegs kostnaðar við innköllunina.Japanski raftækjaframleiðandinn Sanyo, sem er þriðji stærsti rafhlöðuframleiðandi í heimi, framleiddi rafhlöðurnar í samstarfi við Lenovo. Fyrirtækin ákváðu því um helgina að skipta kostnaðinum við innköllunina á milli sín. Ekkert liggur hins vegar enn fyrir um kostnað og áhrif innköllunarinnar. Fjölmiðlar eru þó á einu máli um að Lenovo verði fyrir óverulegum skaða.Öðru máli gegnir um Sanyo en greinendur segja þetta enn eina hörmungarfréttina fyrir fyrirtækið. Síðastliðin ár hafa verið erfið fyrir Sanyo sem hefur kostað miklu til vegna endurskipulagningar í rekstri vegna samdráttar. Sanyo greindi frá afleitri afkomu á fjórða ársfjórðungi fyrir skömmu og er gert ráð fyrir að tæknifyrirtækið komi lítið skár undan fyrstu mánuðum þessa árs enda er gert ráð fyrir taprekstri þriðja árið í röð. En þar með er ekki öll sagan sögð í sambandi við Sanyo því fyrirtækið er undir smásjá fjármálayfirvalda í Japan vegna gruns um að átt hafi verið við bókhald fyrirtækisins með það fyrir augum að láta afkomuna sýnast betri en raunin var.Gengi bréfa í báðum fyrirtækjunum lækkaði nokkuð á markaði vegna innköllunarinnar, ekki síst í Sanyo sem fór niður um 2,7 prósent. Fyrirtækið má vart við meiru því gengi bréfa í japanska tæknifyrirtækinu hrapaði niður um heilt 21 prósent vegna rannsóknar á bókhaldi þess fyrir hálfum mánuði. Segja greinendur fyrirtækið því einkar viðkvæmt um þessar mundir.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira