Veikur dollar skaðar Airbus 22. nóvember 2007 22:36 Dáðst að líkani af A380 risaþotunni frá Airbus. Mynd/AFP Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Gengi bandaríkjadals fór í metlægðir gagnvart evru í dag. Airbus hefur staðið í viðamikilli og erfiðri hagræðingu innan sinna veggja sökum afleitrar afkomu í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar og sagt upp 10.000 manns. Fyrsta risaþotan var afhent Singapore Airlines fyrir nokkru, rúmum tveimur árum á eftir áætlun en allt stefnir í að vel gangi í framleiðslunni á næsta ári. Veiking bandaríkjadals gæti hins vegar sett strik í reikninginn, að sögn Enders en allt stefnir í að félagið muni skila 776 milljóna evra tapi á þriðja ársfjórðungi samanborið við tap upp á 189 milljón evrur á sama tíma í fyrra. Þá eru líkur á að fyrirtækið skili árinu á sléttu, sem þýðir að það skilar hvorki hagnaði né tapi þegar upp verður staðið, að sögn breska ríkisútvarpsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Gengi bandaríkjadals fór í metlægðir gagnvart evru í dag. Airbus hefur staðið í viðamikilli og erfiðri hagræðingu innan sinna veggja sökum afleitrar afkomu í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar og sagt upp 10.000 manns. Fyrsta risaþotan var afhent Singapore Airlines fyrir nokkru, rúmum tveimur árum á eftir áætlun en allt stefnir í að vel gangi í framleiðslunni á næsta ári. Veiking bandaríkjadals gæti hins vegar sett strik í reikninginn, að sögn Enders en allt stefnir í að félagið muni skila 776 milljóna evra tapi á þriðja ársfjórðungi samanborið við tap upp á 189 milljón evrur á sama tíma í fyrra. Þá eru líkur á að fyrirtækið skili árinu á sléttu, sem þýðir að það skilar hvorki hagnaði né tapi þegar upp verður staðið, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira