Peningaskápurinn … 20. september 2007 00:01 Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira