Í víngerð er engin rómantík 21. mars 2007 00:01 Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira