Fallni forstjórinn dæmdur fyrir svik 21. mars 2007 00:01 Fallni forstjórinn Takafumi Horie er hann kom til héraðsdómsins í Tókýó í Japan í gær, MYND/AFP Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig. Héðan og þaðan Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Takafumi Horie, stofnandi og fyrrverandi forstjóri japanska netfyrirtækisins Live-door, hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir umfangsmikil bókhaldssvik í Japan á föstudag. Réttarhöld í máli hans hafa staðið yfir í hálft ár en ríkissaksóknari fór fram á fjögurra ára dóm. Dóminum var áfrýjað um helgina og hefur Horie verið látinn laus gegn tryggingu upp á jafnvirði tæpra 289 milljóna króna. Mál Hories komst í hámæli í byrjun síðasta árs þegar upp komst að fjármálayfirvöld væru með Livedoor til rannsóknar vegna bókhaldssvika. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf sín í félaginu á skömmum tíma með þeim afleiðingum að mikið álag varð á kauphöllina í Tókýó sem réð ekki við viðskiptin og var afráðið að loka henni fyrr en venjulega. Á meðal þess sem Horie var dæmdur fyrir var að falsa afkomutölur til að láta sem fyrirtækið, sem var mikið að vöxtum, hefði skilað hagnaði að jafnvirði 2,9 milljarða króna þegar raunin var sú að tapreksturinn nam jafnvirði 178 milljónum króna. Dómari í málinu segir Horie hafa stofnað fjölmarga sjóði með það fyrir augum að blekkja hluthafa Livedoor. Horie hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagði síðast í sjónvarpsviðtali um helgina að sök hafi verið komið á sig.
Héðan og þaðan Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira