Innlent

Vilja leiksvæði

Vilja ekki missa leiksvæði við Öldugötu.
Vilja ekki missa leiksvæði við Öldugötu. MYND/Valli

Hópur barna mótmælti í gær tillögu borgarráðs um að byggt verði á leiksvæði við gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu. „Ekki loka Stýró,“ stóð á skiltum sem börnin höfðu útbúið en svæðið hefur lengi verið vettvangur leikja og ærsla.

Hugmyndir að byggingaframkvæmdum á lóðinni eru nú til kynningar í hverfinu, við litla hrifningu barnanna. Telja þau á sig hallað og ætla að berjast fyrir að fá að leika sér áfram á svæðinu. Hafa þau efnt til undirskriftasöfnunar og hyggjast afhenda borgarstjóra á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×