Þróunin í sveitunum ekki háskaleg 13. nóvember 2007 14:27 MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar. Þetta kom fram í máli hans við utandagskrárumræðu um uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, var málshefjandi og benti á að sátt hefði verið um það í lanindu að bændur væru vörslumenn lands síns og framleiddu hollar vörur á landinu. Uppkaup fjársterkra aðila á jörðum stefndu þessari stöðu og sátt í voða.Benti hann á að sami aðili ætti tíu jarðir í Vopnafirði og þá hefði annar aðili verið að kaupa upp jarðir í Borgarfirði. Spurði hann ráðherra hvort til greina kæmi að endurskoða jarðalög og setja kvaðir um búsetu á jörðum og hámarksfjölda eigna eins og gert hefði verið í nágrannalöndunum til þess að vernda landbúnaðarland.Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra benti á að miklar breytingar hefðu orðið á búskaparháttum hér á landi á síðustu árum. Nýjar greinar hefðu komið til, eins og hestamennska, skógrækt og ferðamennska, og jarðir sem ekki hefðu verið nýttar áður væru nú nýttar undir hinar nýju greinar.Þá sagði hann þróunina í sveitum landsins allt aðra en í lok síðustu aldar. Þá hafi jarðir verið að fara í eyði og menn talað um að ljósin væru að slokkna í sveitum landsins. Bændur hafi verið í fátæktargildrum og hefðu ekki geta selt jarðir sínar. Á því hefði orðið breyting og þar sem ljósin hefðu slokknað áður hefðu þau kviknað á ný með nýrri atvinnustarfsemi.Eignamyndun hefði átt sér stað í sveitunum og lögbýlum hefði fjölgað frá því sem áður var. Spurði hann hvort málshefjandi teldi það vont að bændur væru að verða eignamenn. Þá sagðist hann ekki trúa því að Jón Bjarnason vildi vinna gegn því að fólk flytti aftur í sveitirnar.Enn fremur benti Einar á að 84 prósent manna ættu eitt lögbýli og fá dæmi væru hér á landi um jarðasöfnun. Því væri fátt sem benti til þess að þróunin væri á nokkurn hátt háskaleg eða leiddi til tjóns fyrir sveitina.Fleiri þingmenn tóku til máls og fögnuðu því að bændur gætu selt eignir sínar og að lögbýlum hefði fjölgað. Það væri betri staða en að sveitirnar færu í eyði. Hins vegar var einnig bent á að það þyrfti fylgjast vel með þeirri þróun að einstaklingar söfnuðu að sér jörðum. Þá var enn fremur bent á að þróunin hefði það í för með sér að ungt fólk ætti ekki mikla möguleika á að hefja búskap í dag.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira