Kínverskar púðurkerlingar 7. mars 2007 09:36 Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira