Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury 15. júní 2007 09:16 Úr kjötvöruborði Sainsbury. Mynd/AFP Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira