100 dala tölvan tilbúin í sumar 10. janúar 2007 07:00 Nicholas Negroponte höfundur 100-dala tölvunnar kynnir hana á fundi Alþjóða efnahagsstofnuninni (WEF) í Davos í Sviss fyrir ári. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. Fyrstu tölvurnar, sem þróaðar hafa verið í bandaríska tækniháskólanum MIT síðastliðin tvö ár, fara til Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ, Nígeríu, Líbýu, Pakistan og til Taílands. Í tölvunni er 366 MHz örgjörvi frá AMD og þráðlaus nettenging. Hún hefur engan harðan disk en 512 MB vinnsluminni og tvö USB-port, sem gerir það að verkum að hægt er að tengja jaðartæki við tölvuna. Þá keyrir tölvan á einfölduðu stýrikerfi frá Linux en ræður við stýrikerfi frá Microsoft og Apple auk þess sem henni fylgja ritvinnsluhugbúnaður, vafri og RSS-fréttaþjónusta svo notendur geti fylgst með gangi heimsmálanna. Nicholas Negroponte, sem unnið hefur að þróun tölvunnar hjá MIT, vísar því á bug að hundrað-dala tölvan sé strípuð og einfölduð útgáfa af hefðbundnum tölvum. Hann geti vel hugsað sér að leggja eigin tölvu og nota XO-tölvuna. „Hún verður mun betri á margan hátt,“ segir hann í samtali við fréttastofuna Associated Press. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. Fyrstu tölvurnar, sem þróaðar hafa verið í bandaríska tækniháskólanum MIT síðastliðin tvö ár, fara til Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ, Nígeríu, Líbýu, Pakistan og til Taílands. Í tölvunni er 366 MHz örgjörvi frá AMD og þráðlaus nettenging. Hún hefur engan harðan disk en 512 MB vinnsluminni og tvö USB-port, sem gerir það að verkum að hægt er að tengja jaðartæki við tölvuna. Þá keyrir tölvan á einfölduðu stýrikerfi frá Linux en ræður við stýrikerfi frá Microsoft og Apple auk þess sem henni fylgja ritvinnsluhugbúnaður, vafri og RSS-fréttaþjónusta svo notendur geti fylgst með gangi heimsmálanna. Nicholas Negroponte, sem unnið hefur að þróun tölvunnar hjá MIT, vísar því á bug að hundrað-dala tölvan sé strípuð og einfölduð útgáfa af hefðbundnum tölvum. Hann geti vel hugsað sér að leggja eigin tölvu og nota XO-tölvuna. „Hún verður mun betri á margan hátt,“ segir hann í samtali við fréttastofuna Associated Press.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira