100 dala tölvan tilbúin í sumar 10. janúar 2007 07:00 Nicholas Negroponte höfundur 100-dala tölvunnar kynnir hana á fundi Alþjóða efnahagsstofnuninni (WEF) í Davos í Sviss fyrir ári. MYND/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. Fyrstu tölvurnar, sem þróaðar hafa verið í bandaríska tækniháskólanum MIT síðastliðin tvö ár, fara til Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ, Nígeríu, Líbýu, Pakistan og til Taílands. Í tölvunni er 366 MHz örgjörvi frá AMD og þráðlaus nettenging. Hún hefur engan harðan disk en 512 MB vinnsluminni og tvö USB-port, sem gerir það að verkum að hægt er að tengja jaðartæki við tölvuna. Þá keyrir tölvan á einfölduðu stýrikerfi frá Linux en ræður við stýrikerfi frá Microsoft og Apple auk þess sem henni fylgja ritvinnsluhugbúnaður, vafri og RSS-fréttaþjónusta svo notendur geti fylgst með gangi heimsmálanna. Nicholas Negroponte, sem unnið hefur að þróun tölvunnar hjá MIT, vísar því á bug að hundrað-dala tölvan sé strípuð og einfölduð útgáfa af hefðbundnum tölvum. Hann geti vel hugsað sér að leggja eigin tölvu og nota XO-tölvuna. „Hún verður mun betri á margan hátt,“ segir hann í samtali við fréttastofuna Associated Press. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. Fyrstu tölvurnar, sem þróaðar hafa verið í bandaríska tækniháskólanum MIT síðastliðin tvö ár, fara til Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ, Nígeríu, Líbýu, Pakistan og til Taílands. Í tölvunni er 366 MHz örgjörvi frá AMD og þráðlaus nettenging. Hún hefur engan harðan disk en 512 MB vinnsluminni og tvö USB-port, sem gerir það að verkum að hægt er að tengja jaðartæki við tölvuna. Þá keyrir tölvan á einfölduðu stýrikerfi frá Linux en ræður við stýrikerfi frá Microsoft og Apple auk þess sem henni fylgja ritvinnsluhugbúnaður, vafri og RSS-fréttaþjónusta svo notendur geti fylgst með gangi heimsmálanna. Nicholas Negroponte, sem unnið hefur að þróun tölvunnar hjá MIT, vísar því á bug að hundrað-dala tölvan sé strípuð og einfölduð útgáfa af hefðbundnum tölvum. Hann geti vel hugsað sér að leggja eigin tölvu og nota XO-tölvuna. „Hún verður mun betri á margan hátt,“ segir hann í samtali við fréttastofuna Associated Press.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira