Viðskipti erlent

Yfirtaka hindruð

Essar, minnihlutaeigandi í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, ætlar að bjóða í hinn hluta félagsins
Essar, minnihlutaeigandi í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, ætlar að bjóða í hinn hluta félagsins MYND/AFP

Eignarhaldsfélagið Essar, sem er í eigu indversku Ruia-fjölskyldunnar, og minnihlutaeigandi í indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafyrirtæki Indlands, hefur boðið jafnvirði 792 milljarða íslenskra króna í hlut Hutchisons með það fyrir augum að yfirtaka félagið.

Með tilboðinu er komið í veg fyrir að breski farsímarisinn Vodafone geti keypt félagið og komist inn á indverska farsímamarkaðinn.

Ruia-fjölskyldan, sem er í oddastöðu og getur fellt önnur tilboð í farsímafélagið, hefur sömuleiðis tryggt sér jafnvirði allt að 1.440 milljarða króna fjármögnunar vegna hugsanlegrar samkeppni um félagið.

Meirihluti farsíma-félagsins er í eigu Hutchison Whampoa, samstæðu í eigu hins kínverska Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. Breska dagblaðið Guardian segir stjórn farsímafélagsins hafa stefnt að almennu hlutafjárútboði í nóvember í fyrra en átök í hluthafahópnum hafi komið í veg fyrir það og geti verið tímaspursmál hvenær leiðir skilji á milli stærstu hluthafa.

Ýmis farsímafélög víða um heim, þar á meðal Vodafone, hófu að horfa til Hutchison Essar undir lok síðasta árs með það fyrir augum að ná forskoti á einum af stærstu farsímamörkuðum framtíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×