Einkarekstur og akademískt lýðræði 16. nóvember 2006 05:00 Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar