Bless jólastress? 16. nóvember 2006 05:00 Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar