Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár 13. september 2006 00:01 Ný ofurtölva á leiðinni. Bandaríski tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá IBM. MYND/Heiða Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár. Viðskipti Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár.
Viðskipti Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira