Viðskipti erlent

Krefjast öruggari rafhlaða í fartölvur

Hópur á vegum tölvuframleiðenda krefst betri rafhlaða fyrir fartölvur í framtíðinni.
Hópur á vegum tölvuframleiðenda krefst betri rafhlaða fyrir fartölvur í framtíðinni.

Hagsmunahópur sem berst fyrir betri ferðarafhlöðum segir öruggari rafhlöður fyrir fartölvur verða að líta dagsins ljós á næstunni.

Hópurinn nefnist The Portable Battery Working Group og eiga fulltrúar frá nokkrum tölvufyrirtækjum sæti í honum.

Hópurinn var settur saman eftir að japanska hátæknifyrirtækið Sony varð að innkalla rúmlega 10 milljón rafhlöður fyrir fartölvur á heimsvísu frá nokkrum af stærstu fartölvuframleiðendum í heimi á haustdögum.

Galli í rafhlöðunum varð til þess að hætta var á að þær ofhitnuðu og kviknaði í þeim í einhverjum tilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×