Viðskipti erlent

Airbus fyrir FedEx

Airbus Póstflutningafyrirtækið hefur hug á að kaupa þotur frá Airbus þótt það hefði afpantað 19 þotur fyrir skömmu.
Airbus Póstflutningafyrirtækið hefur hug á að kaupa þotur frá Airbus þótt það hefði afpantað 19 þotur fyrir skömmu.

Frederick Smith, forstjóri bandarísku póstflutningaþjónustunnar FedEx, sagði í samtali við franska viðskiptablaðið Les Echos í byrjun vikunnar, að fyrirtækið hefði enn hug á að kaupa A380 fraktflugvélar frá evrópsku flugvélaverksmiðjunum Airbus.

Smith greindi ekki nákvæmlega frá því hversu margar vélar fyrirtækið myndi kaupa.

FedEx afpantaði nýverið tíu fragtflugvélar af sömu gerð frá Airbus og sagði Smith, að það hefði verið gert til að létta undir með EADS, móðurfélagi Airbus, sem greint hefur frá töfum á afhendingu vélanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×