Búist við hörðum slag um Delta 13. desember 2006 06:00 Stjórn bandaríska flugfélagsins Delta íhugar að selja hluta af eignum félagsins til að forða því frá gjaldþroti. Önnur flugfélög hafa hug á eignunum. Markaðurinn/AFP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Flugfélög í Bandaríkjunum búast við hörðum slag verði eignir seldar undan bandaríska flugfélaginu Delta. Delta hefur átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða og fóru stjórnendur félagsins fram á greiðslustöðvun á síðasta ári. Fyrir um mánuði síðan gerði bandaríska flugfélagið US Airways 8 milljarða dala óvinveitt yfirtökutilboð í Delta en það svarar til um 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. US Airways er sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna en hjá því starfa 35.000 manns. Delta er hins vegar þriðja stærsta flugfélag landsins með 47.000 starfsmenn. Í kjölfar þess að yfirtökutilboðið var lagt fram í nóvember greindi Gerald Grinstein, forstjóri Delta, og aðrir stjórnendur flugfélagsins, frá því að þeir ynnu að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að hluthafar Delta taki tilboði US Airways. Þá segjast þeir enn fremur vera að vinna að því eftir fremsta megni að vinna stuðning lánadrottna, því þörf væri á stífri hagræðingu í rekstri flugfélagsins til að forða því frá gjaldþroti. Hvað sem verður er reiknað með að eignir flugfélagsins verði seldar frá því í hagræðingarskyni á helstu flugvöllum vestanhafs fyrir allt að 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 600 milljarða íslenskra króna. Paul Tate, fjármálastjóri bandaríska lággjaldaflugfélagsins Frontier, segir harða baráttu um eignirnar fram undan. Tate segir Frontier ætla að fylgjast grannt með þróun mála og séu líkur á að félagið festi sér einhverjar eignir, sér í lagi þær sem verði seldar á vesturströnd Bandaríkjanna. „Ef einhverjar eignanna höfða til okkar þá munum við kanna málið. En við vitum að önnur flugfélög horfa á sömu eignir,“ sagði Tate og lagði áherslu á að hart yrði barist um eignir Delta. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Flugfélög í Bandaríkjunum búast við hörðum slag verði eignir seldar undan bandaríska flugfélaginu Delta. Delta hefur átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða og fóru stjórnendur félagsins fram á greiðslustöðvun á síðasta ári. Fyrir um mánuði síðan gerði bandaríska flugfélagið US Airways 8 milljarða dala óvinveitt yfirtökutilboð í Delta en það svarar til um 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi. US Airways er sjöunda stærsta flugfélag Bandaríkjanna en hjá því starfa 35.000 manns. Delta er hins vegar þriðja stærsta flugfélag landsins með 47.000 starfsmenn. Í kjölfar þess að yfirtökutilboðið var lagt fram í nóvember greindi Gerald Grinstein, forstjóri Delta, og aðrir stjórnendur flugfélagsins, frá því að þeir ynnu að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að hluthafar Delta taki tilboði US Airways. Þá segjast þeir enn fremur vera að vinna að því eftir fremsta megni að vinna stuðning lánadrottna, því þörf væri á stífri hagræðingu í rekstri flugfélagsins til að forða því frá gjaldþroti. Hvað sem verður er reiknað með að eignir flugfélagsins verði seldar frá því í hagræðingarskyni á helstu flugvöllum vestanhafs fyrir allt að 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 600 milljarða íslenskra króna. Paul Tate, fjármálastjóri bandaríska lággjaldaflugfélagsins Frontier, segir harða baráttu um eignirnar fram undan. Tate segir Frontier ætla að fylgjast grannt með þróun mála og séu líkur á að félagið festi sér einhverjar eignir, sér í lagi þær sem verði seldar á vesturströnd Bandaríkjanna. „Ef einhverjar eignanna höfða til okkar þá munum við kanna málið. En við vitum að önnur flugfélög horfa á sömu eignir,“ sagði Tate og lagði áherslu á að hart yrði barist um eignir Delta.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira