Erlent

Ópið skemmdist í meðferð þjófa

MYND/Edward Munch

Óbætanlegar rakaskemmdir eru á hinu heimsfræga málverki Ópinu eftir Edward Munch. Skemmdirnar eru í vinstra horni að neðan og ómögulegt er að gera við þær. Þessu hafa norskir listfræðingar komist að, sem hafa rannsakað málverkið frá því það fannst eftir að hafa verið í þjófa höndum í tvö ár.

Á vef norska ríkisútvarpsins kemur fram að framvegis verði stór hluti í neðra vinstra horninu þar sem litirnir eru frábrugðnir afganginum af málverkinu. Málverkið Madonna, sem stolið var á sama tíma og Ópinu, hefur rifnað á nokkrum stöðum, en slíkt er vel hægt að laga, að sögn listfræðinganna.

Nú liggur mikil vinna fyrir höndum að laga málverkin eins og unnt er og vonast safnstjórinn á Munch-safninu í Osló til að hægt verði að hengja verkin upp til sýningar fyrir næstu jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×