Innlent

Engar nýjar umsóknir frá flugumferðarstjórum fyrir kl. 14

Engar nýjar umsóknir um störf flugumferðarstjóra bárust nú fyrir klukkan tvö og því vantar enn 58 flugumferðarstjóra til starfa hjá Flugstoðum sem tekur við af Flugumferðarstjórn um áramót.

Frestur til umsókna hefur ítrekað verið framlengdur en að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, verður það ekki gert aftur. Deilur hafa staðið á milli Félags flugumferðarstjóra og forsvarsmanna Flugstoða vegna hins nýja félags og kjaramála tengdum stofnun þess. Um er að ræða flugumferðarstjóra sem starfa á Reykjavíkurflugvelli en þeir sjá um að stjórna flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið. Hjördís segir að flugmálayfirvöld muni nú kanna hvað gert verði og að viðbragðsáætlun verði væntalega sett í gang. Hún segir enn fremur að flug til og frá landinu ætti ekki að raskast um áramót þrátt fyrir þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×