Celje Lasko frá Slóveníu vann öruggan sigur á Fram, 35-24, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar léku mjög vel mest allan leikinn og sköpðu sér mörg góð færi. Jafnræði var með liðunum framan af þó Celje væri alltaf nokkrum mörkum yfir . Í stöðunni 23-19 í seinni hálfleik bættu Slóvenarnir í og gerðu út um leikinn.
Sergej Harbok frá Hvíta Rússlandi leikmaður Celje var besti maður vallarins og skoraði 8 mörk.
Framarar fóru illa með mörg góð færi í leiknum og misnotuðu til að mynda þrjú vítaköst í leiknum.
Björgvin Gústavsson átti góðan leik í marki Fram.
Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Fram.