Viðskipti erlent

Sony innkallar eigin rafhlöður

Fartölva frá Toshiba.
Fartölva frá Toshiba.

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell og hinn japanski Toshiba greindu frá því í dag að fyrirtækin ætli að innkalla rúmlega 900.000 rafhlöður, sem fylgdu fartölvum fyrirtækjanna. Fréttirnar geta vart talist góðar fyrir Sony, en nokkur tölvufyrirtæki hafa nú innkallað tæplega 7 milljónir rafhlaða sem fyrirtækið framleiddi.

Ástæðan fyrir innkölluninni er sú sama og í síðasta mánuði en þær geta ofhitnað og hefur kviknað í nokkrum fartölvum fyrirtækisins af þessum sökum. Innköllunin mun hafa verið gerð að frumkvæði Sony.

Forsvarsmenn Toshiba segja hins vegar að eigendur fartölva frá fyrirtækinu hafi ekki orðið fyrir neinum skakkaföllum en þeir hafi ákveðið að fara eftir óskum Sony.

Innköllunin nú er af sömu varúðarástæðum og áður, samkvæmt forsvarsmönnum Dell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×