Viðskipti erlent

Bílarisar ræðast við

Mynd/AFP

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan Motors og Renault SA hittast í París í Frakklandi í dag til að ræða um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna. Greiningaraðilar segja viðræðurnar fram til þessa hafa strandað á því hversu víðtækt samstarfið eigi að vera og telja það jafnvel ólíklegt.

Viðræðurnar hófust í júlí síðastliðnum fyrir tilstuðlan bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorians, sem á stóran hlut í General Motors.

Á morgun munu svo þeir Wagoner og Ghosn verða viðstaddir bílasýningu sem hefst í París á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×