Viðskipti erlent

Rússar kaupa vélar frá Boeing og Airbus

Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar að endurnýja vélaflota sinn með 22 Boeing 787 Dreamliner farþegaflugvélum og 22 vélum frá Airbus af gerðinni A350 XWB á næstu 4 til 10 árum.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir forstjóra flugfélagsins að Boeingvélarnar verði keyptar á árunum 2010 til 2012 en vélarnar frá Airbus á árunum 2012 til 2016. Þegar er búið að samþykkja kaup á vélunum frá Boeing en viðræður um kaup á vélum frá Airbus standa enn yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×