Erlent

Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni

Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur. Á vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende er einnig sagt frá því að DV hafi birt teikningarnar en þær birtust fyrst í Jótlandspóstinum í haust og hafa einnig verið birtar í norsku blaði og franska blaðinu France Soir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×