Erlent

Læknar vonast til að Sharon vakni í dag

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels andar sjálfur og bregst við áreiti. Hann hreyfði bæði fót og handlegg þegar læknar könnuðu viðbrögð hans í gær. Sharon hefur verið haldið sofandi, en smám saman hefur verið dregið úr svefnlyfjaskammti hans og vonast læknar til að hann vakni í dag. Þeir segja hann þó enn vera þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×