Innlent

Fagnar átaki gegn sjóræningjaveiðum

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar átaki yfirvalda gegn sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg og vonast til að hægt verði að fá fleiri ríki til að taka þátt í átaki gegn veiðunum.

Friðrik segir á heimasíðu LÍÚ að ólöglegar karfaveiðar hentifánaskipa á Reykjaneshrygg hafi verið umfangsmiklar á undanförnum árum og að árleg veiði þeirra hafi jafnvel numið tugum þúsunda tonna. "Það er afar mikilvægt að veiðieftirlit Landhelgisgæslu Íslands verði stórelft á svæðinu og að okkar mati er ljóst að viðunandi árangri verður ekki náð nema gæsluskip verði á miðunum allan þann tíma sem úthafskarfavertíðin stendur yfir," er haft eftir Friðriki í frétt á vefnum.

Árangur næst hins vegar ekki nema fleiri ríki taka þátt í átakinu segir Friðrik og kveður Evrópusambandið gegna þar lykilhlutverki, ekki síst þar sem sum hentifánaskipin eru gerð út af útgerðum í Evrópusambandsríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×