Erlent

Þrettán námuverkamenn sitja enn fastir

Björgunarmaður að störfum (AP)
Björgunarmaður að störfum (AP)

Óvíst er um örlög þrettán námuverkamanna sem sitja fastir tæplega áttatíu metra fyrir neðan yfirborð jarðar eftir að sprenging varð í kolanámu í vesturhluta Virgínuríkis í Bandaríkjunum í gær. Ekki er vitað um líðan mannanna, hversu miklar súrefnisbyrgðir þeirra eru eða hve mikið olnbogarými þeir hafa þar sem þeir sitja fastir. Þeir námamenn sem sluppu segja vinnufélaga sína þrettán hafa lofthreinsitæki þar sem þeir eru en enga súrefniskúta. Björgunarsveitarmenn lögðu ekki af stað niður í námuna fyrr en ellefu klukkustundum eftir sprenginguna og mjaka sér nú á þann stað í námunni þar sem talið er að mennirnir sitji fastir. Áður en björgunarmenn lögðu af stað var hættulegum eiturefnum loftað út með því að bora holur í jörðina. Stuttu eftir sprenginguna sendu nálæg heilbrigðisyfirvöld björgunarvélmenni að námunni og verður hann notaður við björgunaraðgerðir. Talið er að sprenging hafi orðið í námunni þegar eldingu laust niður laust niður í nágrenninu en við það slökknaði á samskiptatækum námamannanna og því heftur ekki verið hægt að hafa samband við þá. Vonast er til að hægt verði að borga leið að mönnunum á næstu fjórum til sex klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×