Erlent

Neyðarástand í Kaliforníu

Flóðin í Napa dal (AP)
Flóðin í Napa dal (AP)

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í ríkinu vegna mikilla rigninga sem hafa valdið flóðum og aurskriðum. Schwarzenegger heimsótti Napa dal í gær en þar hafa orðið gríarðlega miklar skemmdir og nær vatnshæð þar vegna flóð enn rúmum metra. Um það bil hundrað fyrirtæki og fimmtán hundruð fjölskyldur hafa beðið skaða vegna flóðanna í Napa. Á þessu stigi er talið að skemmdir nemi rúmlega hundra milljónum bandaríkjadala en óttast að sú tala kunni að hækka. Ekki er þó víst að áhrif flóðanna verði mikil á vínframleiðslu í dalnum þar sem búið var að koma vínberja uppskerunni að mestu í hús. Íbúar í Kaliforníu leggja nú áherslu á að fjarlægja brak og hreinsa burt aur og leðju. Enn rignir töluvert í Suður-Kaliforníu og óttast að einnig kunni að flæða töluvert þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×