Erlent

Tólf skotnir í Nígeríu fyrir að reyna að stela olíu

Öryggissveitir í Nígeríu skutu 12 manns til bana í gær eftir að mennirnir reyndu að stela olíu úr leiðslum í suðurhluta landsins. Að sögn fjölmiðla þar í landi hófst skotbardagi milli öryggissveitanna og mannanna eftir að eftirlitsmenn fundu þá við boranir. Þjófnaður á olíu er algengur í Nígeríu en landið er eitt af stærstu framleiðendum olíu í Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×